© 2023 by Name of Site. Proudly created with Wix.com

  • Facebook Social Icon
  • Twitter Social Icon
  • Google+ Social Icon

Fyrirtækið Escape Akureyri býður upp á nýja tegund afþreyingar. Um er að ræða svk. “Flóttaleiki” (e. real life escape games) þar sem þriggja til fimm manna hópar takast á við það verkefni að komast út úr sérhönnuðu herbergi sem er fullt af vísbendingum, gátum og þrautum.

 Flóttaleikir eru einstaklega spennandi afþreying sem hentar vel fyrir vinahópa, fjölskyldur, vinnufélaga og skólafélaga.

Leikirnir eru krefjandi og reyna á útsjónarsemi, samvinnu, athyglis og skipulagshæfileika.

Hópurinn hefur aðeins 60 mínútur til að finna og ráða í vísbendingar og leysa mismunandi erfiðar þrautir sem standa í vegi fyrir útgöngu. Hægt er að velja úr tveimur leikjum sem hafa, hver um sig, sérstakt þema, markmið, þrautir og vísbendingar.

 Við tökum á móti hópum af öllum stærðum en lágmarksþátttaka í herbergi er 2 og mest getum við tekið á móti 16 manns í einu.